fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Leystu loks 390 milljóna ára gamla „morðgátu“

Pressan
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 16:30

Dýrin eru af ýmsum stærðum og tegundum. Mynd:Wikimedia/Kennethcgass

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum hefur loksins tekist að komast að því hvað varð um dýrategund eina sem hvarf af sjónarsviðinu fyrir 390 milljónum ára. Útdauði þessarar tegundar var af völdum lækkandi sjávarborðs og minnir þetta óneitanlega á það sem er að eiga sér stað núna nema hvað núna hækkar sjávarborðið. Í báðum tilfellum eru það loftslagsbreytingar sem eiga hlut að máli.

Niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Earth-Science Reviews, sýnir fram á að þessi dýr, sem lifðu í sjó, dóu út á 5 milljóna ára tímabili þegar sjávarborð lækkaði.

Tegundin heitir Mavinoxhosan biota. Í tæpar tvær aldir hafa vísindamenn velt fyrir sér af hverju tegundin dó út að sögn Cameron Penn-Clarke, aðalhöfundar rannsóknarinnar. „Þetta er 390 milljóna ára gömu morðgáta,“ sagði hann.

Þegar tegundin dó út var heimsálfan Gondwan nærri þar sem nú er Suðurpóllinn. Hún skiptist síðan upp í það sem nú eru Afríka, Suður-Ameríka, Ástralía, Suðurskautslandið, Indland og Arabíuskagi. Gondwan myndaðist fyrir 600 milljónum ára þegar ofurheimsálfan Pangaea brotnaði upp. Gondwan brotnaði síðan upp fyrir um 180 milljónum árum.

Fjöldi dýra- og plöntutegunda bjó á og við Gondwana, þar á meðal Malvinoxhosan biota. Lítið er vitað um þessa tegund sem bjó í sjó þar sem Suður-Afríka er núna. Nokkrar tegundir tilheyrðu þessari tegund sem var einhverskonar yfirtegund. En fyrir 390 milljónum til 385 milljónum ára dóu allar þessar undirtegundir og þar með yfirtegundin út.

Ein eins og áður sagði þá hafa vísindamenn nú loks ráðið þessa „morðgátu“. Þeir rannsökuðu mörg hundruð steingervinga af dýrum af þessari tegund og lögðu sérstaka áherslu á að skoða hvar þeir fundust, á hvaða dýpi og jarðfræðina á fundarstöðunum. Með þessu gátu þeir gert tímalínu um hvað gerðist á svæðinu og þannig sjá að yfirborð sjávar lækkaði mikið á um 5 milljóna ára tímabili og þar með þurrkaðist tegundin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi