fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Segja að Rússar hafi sjálfir lekið fölskum fréttum um dauða Pútín – Þetta er ástæðan

Pressan
Laugardaginn 4. nóvember 2023 15:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Kreml dreifðu sjálf þeim sögusögnum fyrir rúmri viku að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, væri við dauðans dyr. Þetta fullyrða Úkraínumenn en New York Post fjallar um málið.

Orðrómur fór af stað í októberlok að Pútín væri við grafarbakkann eftir alvarlegt hjartaáfall og tvífari hans sæi um að koma fram opinberlega. Sagan fór á flug og meðal annars var greint frá því að Pútín hefði látist þann 27. október síðastliðinn í höll í Valdai, talsvert fyrir utan Moskvu, og þar væri lík hans geymt í frysti.  Miðlar á borð við Reuters fjölluðu um málið en talsmaður Kreml hló að sögusögnunum og vísaði þeim á bug. Nú fullyrða sumsé Úkraínumenn að Rússar hafi komið orðróminum af stað.

Tilgangurinn hafi verið sá að athuga hverjar vinsældir forsetans væru í heimalandinu og styrkja ítök hans.

Viðmælandi New York Post, Andrii Yusov, segir að tilgangur slíkra falsfrétta sé að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins, hver viðbrögð ýmsa einstaklinga eru, ekki síst í efsta lagi samfélagsins, og viðbrögðum fjölmiðla.

„Með þessum hætti þá lærir veldi hans, sem byggt er á vinnu leyniþjónustunnar, hvernig best sé að halda völdum áfram,“ sagði Yusov.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum