fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Kennsl borin á síðasta þekkta fórnarlamb „Bros-kalla“ morðingjans – Líkamsleifar hennar fundust árið 1994

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 20:30

Kjellenberg og maðurinn sem sök ber á andláti hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennsl hafa verið borin á síðasta þekkta fórnarlamb „Happy Face“ morðingjans Keith Hunter Jesperson nærri þremur áratugum eftir að líkamsleifar hennar fundust við þjóðveg í Flórída í Bandaríkjunum.

Fógetaskrifstofa Okaloosa-sýslu tilkynnti á þriðjudag að beinagrindarleifar sem fundust árið 1994 nálægt I-10 í Flórída tilheyrðu Suzanne Kjellenberg, sem Eric Aden sýslumaður lýsti sem „síðasta óþekkta fórnarlamb morðferða Jesperson um landið“.

Kennsl voru borin á Kjellenberg, sem var 34 ára þegar hún lést, eftir að embætti héraðslæknis sendi sýni til fyrirtækisins Othram í Texas, sem sérhæfir sig í réttarfræðilegri erfðafræði. Fyrirtækið gat síðan búið til ættfræðiprófíl til að aðstoða við að bera kennsl á Kjellenberg.

Jesperson hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Kjellenberg, áratugum eftir að hafa viðurkennt fyrir rannsóknarmanni að hann hafi verið ábyrgur fyrir því að myrða konu að nafni Susan eða Suzette í ágúst 1994 og henda líki hennar nálægt þjóðveginum. Líkamsleifar Kjellenbergs fundust september sama ár af vinnuáhöfn fanga. Þrátt fyrir endurbyggingu á andliti árið 2007, mannfræðilega skoðun ári síðar og aðrar tilraunir voru ekki borin kennsl á líkamsleifar Kjellenbergs fyrr en nú.

Fógetaskrifstofan benti á að Jesperson hefði útskýrt á nýjan leik morðið og sagðist hann hafa hitt Kjellenberg í ágúst 1994 á Tampa vörubílastoppistöð. Hann sagðist hafa þrýst að hálsi hennar og síðan bundið um háls hennar eftir að hún byrjaði að öskra. Jesperson sagði að hann hefði ekki mátt hafa farþega um borð í farartæki sínu og vildi hann ekki að öryggisvörður heyrði í Kjellenberg.

Jesperson var handtekinn 30. mars 1995 fyrir morðið á Julie Winningham. Í varðhaldi hóf hann að lýsa morðum sínum og játa þau, og játaði á sig fjölda morða, en dró margar játningar sínar til baka síðar. Sagðist hann hafa drepið allt að 160 manns, en staðfest var að hann kyrkti og myrti átta konur á árunum 1990 til 1995 og hlaut Jesperson þrjá lífstíðardóma fyrir morðin. Í janúar 2020 bættist fjórði lífstíðardómurinn við eftir að hann var dædur fyrir morðið á konu, en líkamsleifar hennar fundust árið 1992.

Hann hlaut viðurnefnið Happy Face morðinginn eftir að hafa teiknað broskarl á bréf sem hann skrifaði yfirvöldum og fjölmiðlum.

Fjölskyldu Kjellenberg hefur verið tilkynnt um að borin hafi verið kennsl á hana og að sögn lögreglustjórans hefur fjölskyldan beðið um friðhelgi einkalífs og lýst þakklæti til þeirra sem tóku þátt í rannsókninni.

„Þökk sé þrotlausri viðleitni svo margra í svo langan tíma geta leifar Suzanne Kjellenberg, síðasta óþekkta fórnarlambs morðferða Jesperson, loksins yfirgefið rannsóknarstofuna og snúið aftur heim,“ segir Aden sýslumaður í tilkynningu.

CBS News greindi frá því árið 2022 að það ár voru borin kennsl á annað fórnarlamb Jesperson, þremur áratugum eftir að líkamsleifar hennar fundust meðfram ríkisleið 152 í Kaliforníu. Mun hann hafa játað það morð árið 2006.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann

Dulbjó sig sem mamma sín en skeggbroddarnir komu upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“