fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Fannst inni í skáp í húsbíl 47 ára karlmanns – Fingrafarið kom upp um hann

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 08:30

Charlotte fannst heil á húfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlotte Sena, níu ára stúlka sem hvarf þegar hún var í hjólreiðatúr á laugardagskvöld, fannst heil á húfi í gærkvöldi. Fannst hún í húsbíl 47 ára karlmanns sem er grunaður um að hafa rænt henni.

Charlotte var í útilegu með fjölskyldu og vinum við Moreau Lake í New York-ríki um helgina. Um kvöldmatarleytið á laugardag ákváðu hún og fleiri börn að fara í hjólreiðatúr og hjólaði hópurinn nokkra hringi í kringum svæðið. Charlotte ákvað að taka einn hring í viðbót, ein síns liðs, en skilaði sér ekki til baka.

New York Post greinir frá því að hinn grunaði mannræningi, Craig Nelson Ross, hafi komið með bréf á heimili Charlotte snemma í gærmorgun þar sem lausnargjalds var krafist. Lögregla lagði hald á bréfið og skoðaði meðal annars hvort einhver fingraför væru á því. Sú var raunin en fingrafar Craigs var í gagnagrunni lögreglu eftir að hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum árið 1999.

Lögregla var ekki lengi að hafa upp á Craig og fannst Charlotte inni í skáp í húsbíl sem er í eigu Craigs, en húsbílnum hafði hann lagt fyrir aftan heimili móður sinnar þar sem hann var með skráð lögheimili. Á blaðamannafundi sem lögregla hélt í gærkvöldi kom fram að stúlkan væri heil á húfi en brugðið, eðli málsins samkvæmt.

Lögregla er með málið til rannsóknar en í frétt New York Post kemur fram að Craig þessi hafi verið búsettur skammt frá heimili stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf