fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Tólf hlutir sem er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá elliglöp

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk getur gert tólf hluti til að minnka líkurnar á að þróa með sér elliglöp. Meirihluti fólks gerir ekki nóg til að verjast þessum vágesti.

Þetta segja samtökin Alzheimer‘s Research UK að sögn Sky News. Samtökin segjast vilja fá fólk til að taka ákvarðanir sem draga úr líkunum á að það þrói með sér elliglöp og segja að þau séu það sem fólk óttast mest við að eldast.

Talið er að 40% elliglapatilfella megi tengja við lífsstíl. Það er hægt að hafa áhrif á þetta með breytingum á lífsstíl.

Sky News segir að eftirtalin tólf atriði séu þau bestu til að draga úr líkunum á að þróa með sér elliglöp:

Að sofa í að minnsta kosti sjö klukkustundir á hverri nóttu.

Að skora heilann reglulega á hólm.

Gæta að andlegri vellíðan.

Vera virk(ur) félagslega.

Gæta að heyrninni.

Gæta að mataræðinu og borða hollan mat.

Halda sér líkamlega virkum.

Hætta að reykja.

Neyta áfengis í hófi.

Passa að blóðfitumagnið sé í jafnvægi.

Halda blóðþrýstingnum á góðu róli.

Takast á við sykursýki á eins góðan hátt og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“