fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í holrúmi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 13:30

Húsið sem líkið fannst í. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. desember fann hreingerningarfólk lík í holrúmi bak við vegg. Það var vafið inn í fatnað og sængurfatnað og var hálfgrafið niður.

Þetta var í fjölbýlishúsi í Alderley, sem er norðan við Brisbane í Ástralíu.

ABC News segir að daginn eftir hafi lögreglan skýrt frá því að líkið væri af konu. En eftir þetta hafa litlar fréttir borist af málinu því lögreglunni hefur ekki miðað mikið við rannsókn þess.

Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á líkið eða hvernig það endaði í holrýminu vafinn inn í sængurfatnað.

Það eina sem er nokkurn veginn vitað í málinu er að konan var hvít, 155 til 165 cm á hæð og með dökkbrúnt hár. Hún notaði gleraugu og var 30 til 55 ára þegar hún lést.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún lést en það er talið hafa verið einhvern tímann frá 2009 til 2015.

Andrew Massingham, yfirlögregluþjónn, sagði að ekki sé vitað hvort konan hafi verið myrt þar sem hún fannst eða annars staðar. Hann sagði málið „gríðarlega flókið“ og eitt stærsta verkefnið nú sé að bera kennsl á konuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri