fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Bandarískar flugfreyjur og flugþjónar hóta að fara í verkfall – Telja sig hlunnfarin

Pressan
Miðvikudaginn 20. september 2023 07:00

Vél frá American Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóru bandarísku flugfélögin eru komin á gott flug eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar og moka inn peningum. En þessir peningar skila sér ekki í miklum mæli til flugfreyja og flugþjóna sem hóta nú að fara í verkfall til að knýja fram launahækkanir og bætt vinnuumhverfi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að tekjur American Airlines á öðrum ársfjórðungi hafi verið 14,1 milljarður dollara. Á sama tíma voru tekjur United Airlines 14,2 milljarðar dollara og hagnaður félagsins þrefaldaðist. Alaska Airlines hafði 2,8 milljarða dollara í tekjur á sama tíma.

AFA-CWA er félag rúmlega 6.500 flugfreyja og flugþjóna hjá Alaska Airlines. Krefst félagið 40% launahækkunar fyrir félagsmenn og hefur hótað að boða til verkfalls síðar á árinu þegar stærstu ferðatímabilin skella á.

Síðasti kjarasamningur félagsins við Alaska Airlines var gerður 2014 en hann hefur verið framlengdur tvisvar.

Kiara O‘Bryant, flugfreyja hjá Alaska Airlines, sagði að samkvæmt núverandi samningi fái flugfreyjur og flugþjónar aðeins greitt frá þeim tíma sem dyrum flugvélanna er lokað þar til þær eru opnaðar eftir lendingu. Fái starfsfólkið ekki greitt fyrir þann tíma sem það eyðir með farþegum á jörðu niðri eða þegar það bíður eftir flugvélum. Komi fyrir að áhafnarmeðlimir bíði í tvær til fjórar klukkustundir án þess að fá greitt fyrir.

Flugfreyjur og flugþjónar hjá American Airlines samþykktu að heimila stéttarfélagi sínu að boða til verkfalls en 99.74% studdu tillöguna.  Krefst starfsfólkið 35% launahækkunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum