fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Tíu barna móðir meðal látinna í fjöldaárekstri

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 21:00

Frá slysstað/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðilinn Mirror greinir frá því að 10 barna móðir frá Bretlandi sé meðal þeirra sem létust í fjöldaárekstri á A-26 hraðbrautinni í norðurhluta Frakklands í gær.

Tvær aðrar manneskjur létust í árekstrinum og þó nokkur slösuðust þar á meðal börn.

Mirror segir að móðirin hafi verið 50 ára gömul en í upphafi fréttarinnar segir raunar að hún hafi verið 40 ára.

Hún hét Miriam Posen, frá norðurhluta London, og var á ferðalagi ásamt fjölda fjölskyldumeðlima. Fjölskyldan er hluti af samfélagi réttrúaðra gyðinga í Bretlandi.

Eiginmaður hennar, rabbíninn Shalom Pinchos Posen, var þar á meðal en hann liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Tvær dætur hjónanna eru einnig alvarlega slasaðar.

Þau voru öll farþegar ásamt þremur öðrum fjölskyldumeðlimum í sendibíl sem ætlaður er til farþegaflutninga.

Miriam er sögð hafa látist samstundis.

Önnur sem létust voru farþegar í öðrum bíl. Það voru 45 ára gamall karlmaður og 75 ára gömul kona. Auk þeirra voru 14 ára drengur og 79 ára gamall karlmaður í bílnum og eru báðir alvarlega slasaðir.

Í þriðja bílnum sem lenti í árekstrinum var einn fullorðinn einstaklingur og þrjú börn.

Sex bráðateymi og 60 slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang.

Opinber rannsókn er hafin á tildrögum þessa skelfilega slyss.

Vitnum að árekstrinum hefur verið boðin áfallahjálp.

Segir í frétt Mirror að um þessar mundir séu þúsundir Breta á ferð um Frakkland.

Elsti sonur Miriam, Izzy Posen, sagði í færslu á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi verið full af lífi og honum hafi þótt afar vænt um hana.

Talsmaður fjölskyldunnar sagði í yfirlýsingu að Miriam hafi verið ástrík móðir og verið elskuð af fjölskyldu og vinum. Hún hafi verið einstök persóna og hennar verði sárt saknað en fjölskyldan sé enn að meðtaka að hún sé látin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife