fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Átti syndaflóðið sér stað?

Pressan
Sunnudaginn 11. júní 2023 17:00

Átti syndaflóðið sér stað og smíðaði Nói örk? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þekktasta sagan úr Biblíunni er um Nóa og syndaflóðið. Eftir því sem segir í Biblíunni þá ákvað guð að láta syndaflóð skella á mannkyninu og gaf Nóa fyrirmæli um að smíða örk fyrir fjölskyldu sína og tvö dýr af hverri tegund. En átti syndaflóðið sér stað í raun og veru?

Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef Live Science. Þar er haft eftir David Montgomery, prófessor í landmótunarfræði við University of Washington í Seattle, að það eina sem sé vitað með vissu jarðfræðilega sé að hnattrænt flóð hafi aldrei átt sér stað. „Ef þú horfir bókstaflega á þetta sem hnattrænt flóð sem náði yfir hæstu fjöll heims, þá, því miður, er ekki nóg vatn á jörðinni til að gera það,“ sagði hann í samtali við Live Science.

Ef „himnarnir“ myndu opnast og allt vatnið í andrúmsloftinu myndi falla niður á sama tíma þá myndi öll plánetan fara undir vatn en það verður þá aðeins um 2,5 cm á dýpt að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.

Þetta vatnsmagn myndi ekki duga til að stór örk, eins og Nói er sagður hafa smíðað, gæti siglt á því. Þetta myndi ekki einu sinni duga til að hægt væri að sigla kanó.

En ef allir jöklar jarðarinnar og ísbreiður myndu bráðna þá myndi sjávarborðið hækka um 60 metra að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Samkvæmt rannsókn sem var birt í vísindaritinu Nature árið 2016 þá eru 22,6 milljónir rúmkílómetrar af vatni í efstu tveimur kílómetrum jarðskorpunnar. Þetta magn myndi vera 180 metrar á dýpt ef það þekkti allt land á jörðinni.  Þetta er auðvitað ansi mikið vatnsmagn og djúpt en rétt er að hafa í huga að Mount Everest er um 8,8 km á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?