fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Freistaði þess að fá kynlíf viðurkennt sem keppnisíþrótt í Svíþjóð – Keppnisflokkarnir yrðu tæling, úthald, forleikur, munnmök og nudd

Pressan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Svíþjóð, Dragan Bratic, er ekkert feiminn hvað varðar nekt og kynlíf, enda rekur hann fjölda nektarbúlla í Svíþjóð. Hann lítur ekki bara á kynlíf sem aðferð til að fjölga sér eða stytta sér stundir, heldur sé það líka til heilsubóta.

Dragan telur að fólk ætti að stunda kynlíf í líkamsræktarskyni og því sótti hann formlega um að kynlíf yrði viðurkennt sem íþrótt í Svíþjóð. Lagði hann í umsókn sinni áherslu á kosti kynlífs og jákvæðra áhrifa þess á líkamlega- og andlega heilsu. Hann sótti því um inngöngu í sænska íþróttasambandið.

„Við erum skráð, við erum með kennitölu sem formleg samtök og það er fullkomlega í lagi að þjálfa og keppa í kynlíf, svo þetta hlýtur að vera íþrótt eins og allar aðrar slíkar,“ sagði Dragan við fjölmiðla.

„Með því að bæta kynhneigð inn í íþróttataktík væri um að ræða byltingarkennda þróun í Evrópu.“

Dragan, ásamt sænska kynlífsbandalaginu, hefur kallað eftir því að þjóðin haldi sex vikna kynlífs-móti, þar sem keppt yrði í sex flokkum svo sem tælingu, nuddi, forleik, munnmökum og úthaldi.

Pör yrðu einnig dæmd út frá hugviti í kynlífi, listrænni tjáningu og kynlífsstellingum.

Tuttugu einstaklingar frá ólíkum löndum myndu taka þátt og skipuð yrði þriggja manna dómnefnd sem myndi vega og meti frammistöðu keppenda og krýna sigurvegara.

Keppendur yrðu metnir út frá ólíkum hliðum kynhegðunar og lokaákvörðun myndi byggja á nokkrum mismunandi þáttum svo sem neisti milli paranna, þekking um kynlíf og úthaldi. Pör með þekkingu á fornu kynlífsfræðinni Kamasutra, myndu svo fá aukastig.

Keppnin myndi krefjast sex klukkustunda atrenna á degi hverjum þar sem hver keppni myndi standa yfir í um 45-60 mínútur.

Þetta hljómar kannski vel en því miður var sænska íþróttasambandið ekki hrifið og hafnaði umsókninni í apríl.

Björn Eiríksson, sem þá var yfirmaður samtakanna, sagði : „Umsóknin uppfyllir ekki skilyrði okkar og ég get tilkynnt ykkur að henni hafi verið hafnað. Við höfum annað betra við tíma okkar að gera.“

Hver veit svo sem hvað framtíðn ber í skauti sér hvað þetta mál varðar, en sænska þjóðin þarf þó að bíða eitthvað enn eftir að formlega verði hægt að keppa í því hvað pör eru með í sínu skauti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað