fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Biblían bönnuð í skólum í Utah – Ástæðan kemur mjög á óvart

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 06:50

Gutenberg biblía. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íhaldssemi ráði ríkjum í Utah í Bandaríkjunum. Þar eru á milli 50 og 60% íbúanna mormónar. Mormónar leggja mikið vægi á biblíuna og fleiri trúarrit í lífi sínu. Á síðasta ári samþykkti þing ríkisins lög sem gera yfirvöldum auðveldara fyrir að fjarlægja „klámfengið eða óviðeigandi“ efni úr skólum ríkisins.

En foreldri einu fannst þetta of langt gengið og ákvað að hefna sín með því að fá biblíuna bannaða í skólum í ríkinu.

Sky News segir að í Davis skólaumdæminu séu tæplega 74.000 börn. Þar hafi biblían að mestu verið fjarlægð úr skólum en þó sé hægt að finna hana í bókasöfnum menntaskóla.

NBC News hefur komist yfir skjöl sem sýna ástæðuna fyrir banninu. Í þeim kemur fram að krafan um bannið sé hefnd vegna fyrrgreinda laga.

„Ég þakka þingi Utah og samtökum foreldra í Utah (sem eru íhaldssöm samtök sem styðja löggjöfina) fyrir að hafa gert þetta ferli miklu auðveldara og áhrifaríkara. Nú getum við öll bannað bækur og við þurfum ekki einu sinni að lesa þær eða hafa rétt fyrir okkur um þær. Fjandinn hafi það, þú þarft ekki einu sinni að sjá bókin!“ segir í skjölunum frá foreldrinu sem fékk biblíuna bannaða.

Skjölin, sem telja átta blaðsíður, innihalda tilvitnanir í biblíuna og dæmi um sifjaspell, vændi, nauðganir, limlestingar á kynfærum, dýraníð og barnsmorð. Segir foreldrið að biblían sé „ein klámfengnasta bókin sem til er“ og kemst að þeirri niðurstöðu að miðað við nýju lögin þá „hafi hún ekkert sérstakt gildi fyrir ung börn því hún sé klámfengin samkvæmt nýju skilgreiningunni okkar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað