fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Fjarpláneta á stærð við jörðina gæti verið þakin eldfjöllum

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 21:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa fundið fjarplánetu sem er á stærð við jörðina en er alls ekki lík jörðinni. Plánetan nefnist LP 791-18 d og er hún líklega þakin eldfjöllum sem gjósa jafn títt og Io, eitt tungla Júpíters. Það er virkasta svæði sólkerfisins okkar hvað varðar eldgos.

CNN segir að gögn frá Transiting Exoplanet Survey Satellite, sem er á vegum NASA, og Spitzer Space Telescope auk sjónauka hér á jörðinni hafi verið notaðir til að finna fjarplánetuna. Rannsóknin var birt nýlega í vísindaritinu Nature.

Plánetan er í um 90 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á braut um litla rauða dvergstjörnu. Tvær aðrar plánetur eru einnig á braut um stjörnuna. önnur, LP 791-18 b, er talin vera um 20% stærri en jörðin og hin, LP 791-18 dc, 2,5 sinnum stærri og rúmlega sjö sinnum massameiri. Telja stjörnufræðingar að þessi massamikla pláneta gæti átt þátt í hinni miklu eldfjallavirkni á LP 791-18 d vegna áhrifa þyngdaraflsins.

En enn sem komið er, eru engar beinar sannanir fyrir að eldfjöll séu á LP 791-18 d.

Ian Crossfield, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að ekki sé vitað hvort eldfjöll séu á plánetunni. Það sem vitað sé, sé að þetta sé lítil pláneta sem verði fyrir áhrifum frá öðrum plánetum og það geti valdið því að þar séu mörg eldfjöll eins og á Io.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað