fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Eldgos í ofureldfjallinu í Yellowstone gætu verið margar stórar sprengingar

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 18:00

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta ofureldgos í Yellowstone átti sér stað fyrir 631.000 árum. Ekki var um eina stóra sprengingu að ræða heldur röð gosa/sprenginga eða þá að gosefni spýttust upp um fjölda opa.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS um stöðu mála í Yellowstone. Skýrslan var birt í byrjun maí.

Í henni kemur fram að í vettvangsrannsóknum undanfarið ár hafi nýrra gagna verið aflað sem sýni að Yellowstone askjan hafi myndast á mun flóknari hátt en áður var talið. Askja er stór gígur sem myndast við að eldfjall hrynur í kjölfar goss.

Yellowstone er eitt stærsta eldfjallakerfi heims. Svæðið er ofan á einu af „heitu svæðum“ jarðarinnar. Er þá átt við svæði þar sem heit efni frá möttlinum koma upp að yfirborðinu.

Á síðustu þremur milljónum ára hefur gosið þrisvar með þeim afleiðingum að öskjur hafa myndast að sögn Live Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra