fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Klamýdía er að gera út af við kóalabirni – Vonast til að nýtt verkefni geti stöðvað útbreiðsluna

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 13:30

Kóalabjörn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir náttúruverndarsinnar eru byrjaðir að bólusetja kóalabirni gegn bráðsmitandi og banvænu klamýdíuafbrigði.

Klamydía hefur herjað á ástralska kóalabirni síðustu áratugi. Þetta afbrigði er náskylt klamýdíu sem herjar á mannkynið.

Live Science segir að hjá kóalabjörnum valdi klamýdían iðravandræðum, þvagfærasýkingu og augnslímhúðarbólgu sem leiðir til blindu. Blindur og veikur kóalabjörn getur ekki klifrað upp í tré eða sloppið undan rándýrum og getur þar með drepist.

Klamýdían getur einnig valdið ófrjósemi hjá kvendýrum því hún myndar stórar blöðrur á eggjastokkunum. Þetta hefur lækkað fæðingartíðnina hjá kóalabjörnum mjög mikið.

Fyrir þremur árum var byrjað að gera tilraunir með að bólusetja kóalabirni, sem var haldið föngnum eða var bjargað, bóluefni gegn klamýdíu. En virkni bóluefnisins á dýr, sem eru úti í náttúrunni, hefur ekki verið prófað fyrr en nú.

Nú eru vísindamenn að fanga og bólusetja villta kóalabirni í New South Wales. Hlutfall sýktra dýra í ríkinu er nú komið í um 80% að mati vísindamanna en var 10% 2008. Kóalabirnir voru því settir á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu snemma á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“