fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Fólk flykkist að kraftaverkinu í Missouri – Nunna dó fyrir fjórum árum en líkaminn rotnar ekki

Pressan
Mánudaginn 29. maí 2023 10:44

Líkami Wilhelmina Lancaster hefur lítið látið á sjá eftir fjögur ár í vígri jörð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smábærinn Gower í Missouri-fylki í Bandaríkjunum er skyndilega orðinn vettvangur fjölmargra pílgríma eftir að lík kaþólskrar nunnu, sem lést fyrir fjórum árum, var grafið upp og í ljós kom að líkami hennar hafði ekkert látið á sjá.

Systir Wilhelmina Lancaster var vel metin í bænum en hún lést árið 2019, þá 95 ára gömul. Kista hennar var grafin tímabundið í kirkjugarði fyrir utan kapellu reglunnar sem hún þjónaði en á dögunum var kistan grafin upp til að koma henni fyrir í grafhvelfingu undir kapellunni sjálfri.

Systir Wilhelmina Lancaster

Þá kom í ljós að líkami Lancaster hafði ekkert látið á sjá og umsvifalaust fóru þessar ótrúlegu fregnir að berast víða. Fjölmiðlar fóru að tala um Krafaverkið í Missouri (e. Miracle in Missouri) og nú er svo komið að hundruðir gesta hafa lagt leið sína til kapellunnar í Gower, sem er skammt frá Kansas-borg, til þess að sjá líkama Lancaster með berum augum.

„Okkur var sagt að búast bara við beinum enda hafði líkami systur Wilhelmínu ekki undirgengist smurningu og hún var grafin í einfaldri viðarkistu,“ hefur Newsweek eftir ónefndri nunnu sem tilheyrir reglunni.

Pílgrímar eru beðnir um að snerta líkama Lancaster varlega, sérstaklega fæturna

Í gegnum rifu á kistunni hafi þó sést að líkami Lancaster hafi virst vera í mjög heillegu ástandi. Abbadísin Cecilia Snell tók þá að sér að kanna málið nánar, vopnuð vasaljósi, og þegar hún greindi öðrum systrum frá ástandi líks þá fögnuðu þær ákaft.

„Ég meina, það var eins og drottinn væri að verki,“ er haft eftir abbadísinni.

Hins vegar hafi húðin á líkinu virst afar viðkvæm og því hafi andlit og hendur hennar verið vaxaðar áður en líkið var opinberað til sýnis fyrir gesti og gangandi.

Í annálum kaþólsku kirkjunnar eru til fjölmargar sagnir af líkömum látinna sem ekki verða fyrir náttúrulegri rotnun og þykir það bera vott um heilagleika viðkomandi. Það skýrir áhuga kaþólskra pílgríma sem hafa flykkst að kapellunni í Gower til að sjá kraftaverkið með eigin augum.

Biskup umdæmisins, James Johnston, gaf út yfirlýsingu í kjölfarið og sagðist vel skilja áhuga fólks en boðaði að kraftaverkið yrði rannsakað ítarlega á næstu dögum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega