fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Sérfræðingur segir fólki að drekka ekki vatn í flugvélum nema það sé í flösku

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 21:00

Það þarf að þrífa þær vel. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stressandi að ferðast flugleiðis. Það þarf að innrita sig í flugið, töskurnar mega ekki vera of þungar og maður verður að komast að hliðinu áður en því er lokað.

Þegar maður kemst svo loks í sætið sitt er kominn tími til að slaka á. Áfangastaðurinn er ekki svo langt undan og það er hægt að fara að hlakka til að komast þangað.

En það er ekki þar með sagt að þá geti maður slakað alveg á. Það þarf að hafa athyglina í lagi að sögn Anton Radchenko, sem er ferðasérfræðingur og stofnandi Air Advisor. Hann segir að það sé ein regla sem hann brjóti aldrei á ferðalögum því það geti haft í för með sér að maður fái veirur eða bakteríur í sig og veikist.

Hann segir að það versta sem maður geti gert áður en maður kemst á áfangastað sé að drekka vatn úr krananum inni á salerni flugvélarinnar. Hann segist einnig sleppa því að drekka drykki, sem eru bornir fram, sem vatn úr krana er notað í, til dæmis te og kaffi.

Hann sagði að vatnsleiðslurnar og vatnsgeymslurnar í flugvélum séu sjaldan hreinsaðar og þegar fólk biðji um vatnsglas, te eða kaffi fái það hugsanlega vatn úr skítugum vatnsleiðslum. Daily Star skýrir frá þessu.

Hann ráðleggur fólki því að drekka bara vatn úr flösku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu