fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Nýju skeggreglurnar valda úlfúð – Kvörtunum rignir inn

Pressan
Mánudaginn 15. maí 2023 16:00

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kvörtunum rigni inn þessa dagana frá skoskum lögreglumönnum. Ástæðan er að nýjar reglur, skeggreglur, hafa verið settar og gilda þær fyrir alla karlkyns starfandi lögreglumenn í Skotlandi.

Samkvæmt reglunum þá eiga lögreglumennirnir framvegis að vera vel rakaðir þegar þeir eru við störf. Raunar svo vel rakaðir að þeir mega ekki vera með neitt skegg.

Sky News segir að reglunum sé ætlað að tryggja að auðveldara sé fyrir lögreglumenn að nota PPE-andlitsgrímur.

En lögreglumenn eru allt annað en sáttir við þetta. Kvörtunum hefur rignt inn til stéttarfélags skoskra lögreglumanna og sagði David Kennedy, formaður samtakanna, að öryggisbúnaður á borð við andlitsgrímur eigi að vera síðasta úrræðið sem gripið sé til og því séu margir undrandi á að einhverjum detti í hug að setja reglur af þessu tagi.

Rúmlega 16.500 manns starfa hjá skosku lögreglunni og er hún næst fjölmennasta lögregluembætti landsins. Aðeins Lundúnalögreglan er fjölmennari.

Auk allra kvartananna hafa fjórir lögreglumenn höfðað mál fyrir dómi gegn lögreglunni vegna reglnanna.

En eins og alltaf þá eru engar reglur án undantekninga og það á auðvitað við um þessar reglur.

Til dæmis mega lögreglumenn láta hjá líða að raka sig ef trúarskoðanir þeirra krefjast þess, einnig ef menningarlegar ástæður eru til staðar og ef læknisfræðilegar ástæður eru til staðar.

Alan Speirs, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði að öryggi lögreglumanna sé algjört forgangsatriði og nýju reglurnar séu til þess gerðar að tryggja öryggi lögreglumanna sem starfa í á götum úti. Hann sagði að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi kennt lögreglunni að það sé auðveldast að nota andlitsgrímur, sem falla alveg að andlitinu, þegar notendurnir eru nauðrakaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?