fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Bill Gates segir þetta mikilvægustu þróunina árum saman og muni breyta öllu

Pressan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 07:00

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á lífsleiðinni hef ég séð tvær tækninýjungar sem ég taldi vera byltingarkenndar.“ Þetta segir Bill Gates, stofnandi Microsoft.

Fyrri tækninýjungin kom fram á sjónarsviðið 1980 en hin á síðasta ári.

„Þetta mun breyta því hvernig fólk vinnu, lærir, ferðast, fær heilbrigðisþjónustu og á í samskiptum við hvert annað,“ skrifar hann í nýrri bloggfærslu.

Það sem hann er að tala um er gervigreind eins og ChatGPT sem heillar heiminn þessa dagana.

Gates skrifar að þessi nýja tækni sé gríðarlega mikilvæg og marki tímamót eins og tilurð einkatölvunnar, Internetsins og farsímans.

Gates segist hafa hitt teymið á bak við ChatGPT í fyrsta sinn árið 2016 og hafi fljótt heillast af getu ChatGPT sem hafi þá getað staðist próf og skrifað hugulsöm skilaboð til föðurs sem var með veikt barn.

„Ég vissi þá þegar að ég hafði verið vitni að mikilvægustu tækniþróuninni síðan grafískt notendaviðmót fyrir tölvur kom fram,“ skrifar hann og á þar við tæknina sem leiddi til gerðar stýrikerfa á borð við Windows og Mac OS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu