fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Segja að það geti verið „útilokað“ að finna líf á Mars með núverandi Marsbílum

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 16:30

Perseverance Marsbíllinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núverandi kynslóð Marsbíla gæti átt í erfiðleikum með að staðfesta ummerki um líf á Mars vegna þess að vísindabúnaður þeirra er ekki nægilega góður.

Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt í vísindaritinu Nature nýlega að sögn Live Science. Fram kemur að vísindamenn hafi gert tilraunir á setlögum í steinum í Red Stone hluta Atacama eyðimerkurinnar í Chile en það er ein elsta og þurrasta eyðimörkin á jörðinni. Hún líkist þeim svæðum á Mars sem tveir Marsbílar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA eru að rannsaka.

Vísindamennirnir höfðu áður uppgötvað að leir á þessu svæði eyðimerkurinnar inniheldur áður óþekkta blöndu fornra og nútíma örvera. Þeir hafa nefnt þessa blöndu „dark microbiome“.

Þeir notuðu fjögur tæki sem eru á þeim Marsbílum sem nú eru við störf eða verða á þeim sem eru í smíðum. Þau reyndust ekki geta fundið ummerki um lífrænt efni í steinunum. Það var aðeins hægt að finna ummerki um líf með rannsóknum í rannsóknarstofu og jafnvel þá var það mjög erfitt því ummerkin voru varla greinanleg.

Þeir segja því að það geti verið „erfitt“ ef ekki „útilokað“ að finna ummerki um lífræn efni og örverur í steinum á Mars með núverandi tækni.

Segja vísindamennirnir að eina leiðin til að staðfesta með ótvíræðum hætti að líf sé á Mars, sé að senda sýni til jarðarinnar þar sem þau verði rannsökuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli