fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Röð grimmdarlegra kattadrápa skekur samfélagið

Pressan
Miðvikudaginn 8. mars 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta málið kom upp þegar kona fann afskorinn haus og loppur brúnleits kattar þegar hún var á gangi með fram Arakawa árinnar í Saitama City í Japan. Nokkrum dögum síðar fannst skrokkur kattarins á lóð grunnskóla.

Á næstu tíu dögum fundust hræ tveggja annarra katta og voru þau illa leikin.

Þessi mál hafa valdið miklum óhug í borginni, sem er á Stór-Tókýósvæðinu, að sögn CNN.

Skólar á svæðinu hafa beðið kennara um að fylgja nemendum heim og ráðleggja þeim að vera saman í stórum hópum og lögreglan hefur aukið eftirlit sitt.

Drápin hafa vakið upp óþægilegar minningar í Saitama en fyrir ekki svo mörgum árum var kattamorðingi fangelsaður en hann hafði pyntað ketti og drepið og birt myndbönd af níðingsverkunum á netinu.

Málið hefur einnig vakið upp minningar um Kobe barnamorðin á tíunda áratug síðustu aldar. Þá myrti 14 ára drengur, sem átti sér sögu um dýraníð, tvö börn, 10 og 11 ára, og særði þrjú til viðbótar.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn kattadrápanna en allt að fimm ára fangelsi getur legið við slíkum níðingsverkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli