Á næstu tíu dögum fundust hræ tveggja annarra katta og voru þau illa leikin.
Þessi mál hafa valdið miklum óhug í borginni, sem er á Stór-Tókýósvæðinu, að sögn CNN.
Skólar á svæðinu hafa beðið kennara um að fylgja nemendum heim og ráðleggja þeim að vera saman í stórum hópum og lögreglan hefur aukið eftirlit sitt.
Drápin hafa vakið upp óþægilegar minningar í Saitama en fyrir ekki svo mörgum árum var kattamorðingi fangelsaður en hann hafði pyntað ketti og drepið og birt myndbönd af níðingsverkunum á netinu.
Málið hefur einnig vakið upp minningar um Kobe barnamorðin á tíunda áratug síðustu aldar. Þá myrti 14 ára drengur, sem átti sér sögu um dýraníð, tvö börn, 10 og 11 ára, og særði þrjú til viðbótar.
Lögreglan vinnur nú að rannsókn kattadrápanna en allt að fimm ára fangelsi getur legið við slíkum níðingsverkum.