fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta eru öflugustu vegabréf heims – Það íslenska ofarlega á lista

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegabréf ríkja heims veita ansi mismunandi aðgang að öðrum ríkjum. Sum veita handhafa sínum heimild til að ferðast án nokkurra vandkvæða til annarra ríkja en vegabréf annarra veita aðeins aðgang að fáum öðrum ríkjum án þess að handhafinn þurfi að fá vegabréfsáritun.

Breska fyrirtækið Henley & Partners birti nýlega árlegan lista sinn yfir vegabréf heimsins og hversu öflug þau eru.

Á toppi listans trónir japanska vegabréfið sem veitir handhöfum heimild til að ferðast til 193 ríkja án þess að vera með vegabréfsáritun eða með því að geta fengið áritun við komuna til áfangastaðarins. Þar á eftir koma Singapúr og Suður-Kórea en vegabréf þessara ríkja veita handhöfum heimild til að ferðast til 192 ríkja.

Þar á eftir koma Þýskaland og Spánn með 190 ríki og þar á eftir Finnland, Ítalía og Lúxemborg með 189 ríki sem handhafar þarlendra vegabréfa geta ferðast til.

Ísland er í þrettánda sæti en íslensk vegabréf veita handhöfum heimild til að ferðast til 181 ríkis.

Á botni listans er Afganistan en afgönsk vegabréf veita aðeins heimild til áritanalausra ferða til 27 ríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið