fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þetta eru öflugustu vegabréf heims – Það íslenska ofarlega á lista

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegabréf ríkja heims veita ansi mismunandi aðgang að öðrum ríkjum. Sum veita handhafa sínum heimild til að ferðast án nokkurra vandkvæða til annarra ríkja en vegabréf annarra veita aðeins aðgang að fáum öðrum ríkjum án þess að handhafinn þurfi að fá vegabréfsáritun.

Breska fyrirtækið Henley & Partners birti nýlega árlegan lista sinn yfir vegabréf heimsins og hversu öflug þau eru.

Á toppi listans trónir japanska vegabréfið sem veitir handhöfum heimild til að ferðast til 193 ríkja án þess að vera með vegabréfsáritun eða með því að geta fengið áritun við komuna til áfangastaðarins. Þar á eftir koma Singapúr og Suður-Kórea en vegabréf þessara ríkja veita handhöfum heimild til að ferðast til 192 ríkja.

Þar á eftir koma Þýskaland og Spánn með 190 ríki og þar á eftir Finnland, Ítalía og Lúxemborg með 189 ríki sem handhafar þarlendra vegabréfa geta ferðast til.

Ísland er í þrettánda sæti en íslensk vegabréf veita handhöfum heimild til að ferðast til 181 ríkis.

Á botni listans er Afganistan en afgönsk vegabréf veita aðeins heimild til áritanalausra ferða til 27 ríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk