fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Fundu óvenjulega risaeðlusteingervinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 07:30

Svona lítur eitt hreiðranna út. Mynd:Harsha Dhiman/G.V.R.Prasad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingervingafræðingar gerðu merkilega uppgötvun í miðhluta Indlands. Þar fundu þeir risaeðluhreiður, auðvitað steingert. Þar eru 92 hreiður og 256 egg titanosaurs risaeðla en það voru risastórar plöntuætur.

CNN segir að rannsókn á hreiðrinu og eggjunum hafi varpað ljósi á mikilvæg atriði varðandi líf þessara risastóru dýra sem röltu um hér á jörðinni fyrir 66 milljónum ára.

Eggin, sem eru 15 til 17 cm í þvermál, eru líklega frá nokkrum dýrum. Guntupalli Prasad, steingervingafræðingur við Delhi háskóla, sagði að fjöldi eggja í hverju hreiðri hafi verið á bilinu 1 til 20. Mörg hreiðranna voru þétt saman.

Prasad sagði að þessi fundur bendi til að titanosaurs hafi ekki alltaf verið umhyggjusömustu foreldrarnir. „Þar sem titanosaurs voru svo risastórir, þá hefðu þeir ekki geta farið að hreiðrunum og gengið á milli þeirra eða gefið ungunum að éta því þeir hefðu stigið á eggin og kramið þau,“ sagði Prasad.

Hér sjást steingerð egg. Mynd:Harsha Dhiman/G.V.R.Prasad

 

 

 

 

 

Dr Darla Zelenitsky, prófessor í steingervingafræði við Calgary háskóla, sagði í samtali við CNN að það sé mjög óvenjulegt að finna svo mörg hreiður risaeðla því ákveðnar aðstæður hafi þurft að vera til staðar til að eggin yrðu að steingervingum.

Fyrstu eggin á þessu svæði fundust á tíunda áratug síðustu aldar og þau síðustu 2020.  Þau höfðu varðveist ótrúlega vel að sögn steingervingafræðinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli