fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

89 milljónum ríkari og þakkar spítalaferðinni fyrir

Pressan
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 19:00

Jeff Etherington og Kim Read - Mynd: PA Media

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeff Etherington, 65 ára, var á leiðinni heim frá spítalanum þegar hann ákvað að kaupa sér lottómiða í stórmarkaðnum Sainsbury’s. Etherington hafði verið á fundi með lækni og rætt við hann um aðgerð sem hann þarf að fara í á hnénu sínu. BBC greinir frá.

Skömmu eftir spítalaferðina var svo dregið í lottóinu og Etherington vann 500 þúsund pund, rúmar 89 milljónir í íslenskum krónum.

Þrátt fyrir að hafa unnið þann stóra ætlar Etherington sér að halda áfram í vinnunni sinni en það þýðir ekki að hann ætli sér ekki að gera neitt með vinninginn. Hann ætlar nefnilega að nýta hann til að giftast loksins unnustu sinni, hinni 60 ára gömlu  Kim Read.

„Ég hef alltaf trúað því að einn daginn myndi ég vinna þann stóra,“ segir Etherington.

Hann segir örlögin hafa ráðið því að hann vann vinninginn. „Ef ég hefði ekki skipt á vöktum fyrir þessa spítalaferð þá hefði ég ekki keypt miðann á nákvæmlega þessu augnabliki og einhver önnur heppin manneskja væri að fagna í staðinn fyrir mig.“

Etherington og Read eiga samanlagt fimm börn og átta barnabörn en þau hafa verið saman í sex ár. „Við vissum alltaf að við myndum giftast að lokum en peningurinn fór alltaf í eitthvað annað. Nú getur þetta brúðkaup loksins orðið að veruleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli