fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Grunuð um að hafa myrt börnin sín og að hafa síðan svipt sig lífi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 05:58

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í gær barst lögreglunni á Jótlandi í Danmörku tilkynning um að andlát í húsi í Vejrumbro, sem er austan við Viborg. Fylgdi sögunni að kringumstæðurnar á vettvangi væru grunsamlegar en það var ættingi íbúanna í húsinu sem gerði lögreglunni viðvart.

Í húsinu fann lögreglan 49 ára konu og tvö börn hennar, 11 og 14 ára, og voru þau öll látin.

Lögreglan vann að vettvangsrannsókn í allan gærdag og er frumniðurstaða rannsóknarinnar að enginn utanaðkomandi hafi verið viðriðin dauða fjölskyldunnar.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að frumniðurstaða rannsóknarinnar sé að konan hafi líklega myrt börnin sín tvö og síðan svipt sig lífi en enn sé unnið að rannsókn málsins og lögreglan útiloki ekkert á þessu stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?