Í húsinu fann lögreglan 49 ára konu og tvö börn hennar, 11 og 14 ára, og voru þau öll látin.
Lögreglan vann að vettvangsrannsókn í allan gærdag og er frumniðurstaða rannsóknarinnar að enginn utanaðkomandi hafi verið viðriðin dauða fjölskyldunnar.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að frumniðurstaða rannsóknarinnar sé að konan hafi líklega myrt börnin sín tvö og síðan svipt sig lífi en enn sé unnið að rannsókn málsins og lögreglan útiloki ekkert á þessu stigi.