fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar varðandi dularfullt hvarf Ana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 22:30

Ana Walshe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til Ana Walshe, 39 ára fasteignasala, síðan á nýársdag. Það vakti athygli lögreglunnar og grunsemdir að það var ekki eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar, það var samstarfsfólk hennar á fasteignasölunni sem gerði það.

Eins og fram kemur í nýlegri umfjöllun DV um málið þá þóttu skýringar eiginmannsins, Brian Walshe, ótrúverðugar. Blóðugur hnífur fannst í kjallaranum á heimili þeirra og margt þótti benda til að Brian væri viðriðinn hvarf eiginkonu sinnar.

Dularfullt hvarf þriggja barna móður – Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar

Í gær veitti lögreglan fleiri upplýsingar um málið og sagði að nú sé Brian grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Í framhaldi af þessu skýrðu bandarískir fjölmiðlar frá því að fyrir átta árum hafi Ana kært Brian fyrir að hafa hótað að drepa hana og vinkonu hennar.

Hún setti sig þá í samband við lögregluna í Washington D.C. og tilkynnti um morðhótunina. CNN segir að í skýrslu lögreglunnar komi fram að Brian hafi hringt í Ana og sagt að hann „myndi drepa hana og vinkonu hennar“.  Málið var síðan fellt niður því Ana neitaði að liðsinna lögreglunni við rannsóknina. Ekki liggur fyrir hvort þau voru par á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp