fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar varðandi dularfullt hvarf Ana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 22:30

Ana Walshe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til Ana Walshe, 39 ára fasteignasala, síðan á nýársdag. Það vakti athygli lögreglunnar og grunsemdir að það var ekki eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar, það var samstarfsfólk hennar á fasteignasölunni sem gerði það.

Eins og fram kemur í nýlegri umfjöllun DV um málið þá þóttu skýringar eiginmannsins, Brian Walshe, ótrúverðugar. Blóðugur hnífur fannst í kjallaranum á heimili þeirra og margt þótti benda til að Brian væri viðriðinn hvarf eiginkonu sinnar.

Dularfullt hvarf þriggja barna móður – Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar

Í gær veitti lögreglan fleiri upplýsingar um málið og sagði að nú sé Brian grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Í framhaldi af þessu skýrðu bandarískir fjölmiðlar frá því að fyrir átta árum hafi Ana kært Brian fyrir að hafa hótað að drepa hana og vinkonu hennar.

Hún setti sig þá í samband við lögregluna í Washington D.C. og tilkynnti um morðhótunina. CNN segir að í skýrslu lögreglunnar komi fram að Brian hafi hringt í Ana og sagt að hann „myndi drepa hana og vinkonu hennar“.  Málið var síðan fellt niður því Ana neitaði að liðsinna lögreglunni við rannsóknina. Ekki liggur fyrir hvort þau voru par á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?