fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Dularfullt hvarf þriggja barna móður – Nýjar og hrollvekjandi upplýsingar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 06:50

Ana Walshe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. janúar tilkynnti samstarfsfólk Ana Walshe, 39 ára, lögreglunni í Cohassett í Norfolk County í Massachusetts að hún hefði ekki skilað sér í vinnu og að hennar væri saknað. Þegar rætt var við eiginmann hennar sagði hann að hún hefði þurft að fara í skyndi til Washington D.C. að morgni nýársdags vegna verkefnis sem hefði komið óvænt upp.

CNN segir að lögreglunni hafi fundist skýringar eiginmannsins, sem heitir Brian Walshe, ótrúverðugar. Hún fékk því heimild hjá dómara til að gera leit á heimili hjónanna og þar fundu lögreglumenn eitt og annað óhugnanlegt.

Í kjallaranum voru meðal annars blóðblettir og blóðugur hnífur að sögn Michael Morrissey, saksóknara í Norfolk.

Lögreglan telur að Ana hafi verið drepin og hafa lögreglumenn unnið hörðum höndum við rannsókn málsins síðustu daga. Þeir hafa meðal annars leitað í rusli á endurvinnslustöðvum og sorpstöðvum í von um að finna líkamshluta.

Engir líkamshlutar hafa fundist enn sem komið er en lögreglan hefur fundið „ýmsa muni“ sem eru nú til rannsóknar.

Það hefur ekki dregið úr grunsemdum lögreglunnar í garð Brian að hann leitaði sér upplýsinga á Internetinu um hvernig ætti að losa sig við lík. „Hvernig losar maður sig við kvenmanslíkama, sem vegur um 65 kg?“ skrifaði hann í leit sinni að upplýsingum.

Keypti hreingerningarefni fyrir mörg hundruð dollara

Brian bíður dóms fyrir fjársvik og er þess vegna með staðsetningarbúnað á öðrum fætinum og má ekki fara út úr húsi nema fá til þess sérstakt leyfi. Hann sagði lögreglunni að hann hefði samt sem áður heimsótt móður sína á nýársdag.

Upptökur úr byggingavöruverslun sýna að hann keypti hreingerningaefni fyrir 450 dollara í vikunni sem Ana hvarf. Hann greiddi fyrir þær með reiðufé. Hann var með grímu fyrir andliti og í hönskum þegar hann var í versluninni.

Brian er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa villt um fyrir henni við rannsókn málsins.

Hjónin eiga þrjá syni, 2, 4 og 6 ára, og eru þeir nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana