fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 22:30

Ruth og Antony.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruth Ford, 47 ára, starfaði við umönnun aldraðra á Englandi. Eiginmann hennar, Antony, fór að gruna að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þegar Ruth fór allt í einu að hafa mikið fé undir höndum. Það var þó ekki fyrr en hann heyrði hana tala upp úr svefni að grunsemdir hans voru staðfestar.

Antony fór að gruna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði eftir að Ruth eyddi mörg þúsund pundum í fjölskylduferð til Mexíkó. Einnig fannst honum hún oft vera með mikið fé til umráða. Ladbible segir að kvöld eitt hafi Antony sótt Ruth í vinnuna. Hún hafi þá sagt honum að einn íbúi á dvalarheimilinu, kona sem var í hjólastól, ætti 98.000 pund á bankareikningi sínum. „Það var eitthvað við það hvernig hún sagði þetta sem fékk hjarta mitt til að taka kipp. Ég áttaði mig á að Ruth hlyti að hafa aðgang að greiðslukorti viðkomandi og pinnúmeri,“ sagði hann.

Hann sagði að ekkert meira hafi komið fram varðandi þetta en hann hafi haft áhyggjur af þessu. Hann sagði að Ruth hafi keypt margar ferðir til útlanda fyrir fjölskylduna og hafi eytt miklu. Þegar hann spurði hana út í þetta sagði hún að ættingjar hefðu gefið henni mörg þúsund pund.

„Ég vissi ekki hvort ég átti að trúa henni,“ sagði hann.

Nokkrum mánuðum síðar þurfti Ruth að taka sér frí úr vinnu vegna veikinda. Skömmu síðar vaknaði Antony nótt eina þegar hún talaði upp úr svefni. Hann sá þá að á gólfinu, við hlið Ruth, lá veskið hennar og höfðu nokkrir 20 punda seðlar dottið út úr því auk greiðslukorts á nafni fyrrgreindrar konu.

„Ruth var að tala um peninga þegar ég vaknaði. Ég sá veskið á gólfinu og nokkra seðla sem höfðu dottið úr því. Ég fór fram úr til að taka þá upp og setja í veskið, þá sá ég greiðslukortið. Þá small allt, mér leið skelfilega. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hann og bætti við að hann hefði tekið málið upp við Ruth þegar hún vaknaði og hafi hún játað allt.

„Ég sagði henni að taka föggur sínar og fara. Þetta nísti í hjartastað. Ég elskaði hana en ég vissi einnig að ég ætti engra annarra kosta völ en að tilkynna um þetta,“ sagði hann.

Hann fór til lögreglunnar og Ruth var handtekin í kjölfarið. Í febrúar á síðasta ári játaði hún fyrir dómi að hafa stolið 7.200 pundum frá konunni. Hún var dæmd í 16 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að sæta fíkniefnameðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“