fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Mun heimurinn enda á morgun?: Hvernig ummæli stjórnmálamanns urðu að samsæriskenningu

Pressan
Föstudaginn 23. september 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenning sem er að tröllríða TikTok núna segir að á morgun sé þetta allt búið – heimsendir sé í nánd.

Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem heimsenda er spáð en hingað til virðist engin slík kenning hafa gengið eftir. Nema endirinn sé nú þegar hafinn án þess að við höfum veitt því eftirtekt.

Nú er enn einn samsæriskenningin komin á flug. Í þetta sinn á miðlinum TikTok. Þetta hófst eftir myndband sem sýnir þýska stjórnmálamanninn Friedrich Merz segja: „Kæru kollegar. September 24 2022, er dagur sem við munum öll muna sem daginn sem við segjum „Ég man nákvæmlega hvar ég var.“

@dailyrundownwithchris September 24th 2022 #september #september24 #september2022 #endtimes #god #solarflare #news ♬ She Knows – J. Cole

Myndbandinu var deilt á Twitter. Þessi ummæli hafi svo getið af sér fullt af kenningum um hvað það gæti verið sem myndi gerast þann dag. Meðal annars að sólblossi myndi hafna á jörðinni og færa með sér gífurlega eyðileggingu. Aðrir telja að það sé dagurinn sem Donald Trump tilkynni að hann ætli aftur að sækjast eftir forsetaembættinu í Bandaríkjunum.

Samkvæmt Lead Stories, sem kafar í staðreyndirnar, var myndbandið umrædda tekið í febrúar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og var Merz að bregðast við fyrstu myndunum sem hann hafði séð úr stríðinu. Hann hafi mismælt sig og sagt september í staðinn fyrir febrúar, en innrásin hófst einmitt 24. febrúar.

Því er heimurinn að öllum líkindum ekki að fara að enda á morgun og ætti maður kannski ekki að trúa slíku byggt á ummælum stjórnmálamanns sem eru slitin úr samhengi. Bíðum frekar eftir næsta Nostradamus.

Eins benti Lead Stories á að sólarblossar séu aldrei svo öflugir að þeir gætu komist í gegnum lofthjúp jarðar og valdið mannfólki skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Í gær

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans