fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fundu sannanir fyrir aflimun fyrir 31.000 árum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á beinum og vef benda til að fyrir 31.000 árum hafi einstaklingur, á Borneo, lifað það af að fótur var tekinn af honum. Þetta eru elstu sannanirnar, sem fundist hafa, um vel heppnaða aflimun.

Fornleifafræðingar frá áströlskum háskólum og indónesískum stofnunum fundu beinagrind ungs manns frá Borneo. Vinstri fótleggur hans hafði verið tekinn af honum fyrir 31.000 árum, þegar hann var barn. Þetta er 24.000 árum fyrr en elsta þekkta dæmið til þessa.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Með ýmsum aldursgreiningaraðferðum var staðfest að ungi maðurinn var grafinn fyrir 31.000 árum. Þetta er því elsta þekkta gröfin sem fundist hefur í Suðaustur-asíu.

Vísindamennirnir segja að rannsóknir á beinagrindinni sýni að neðsti hluti vinstri fótleggsins hafi verið fjarlægður með skurðaðgerð. Það hvernig beinvefurinn hafi breyst með tímanum passi við velheppnaða aflimun sem sýking hafi ekki komist í og því hafi sjúklingurinn lifað aðgerðina af.

Þeir segja að flest bendi til að „skurðlæknirinn eða skurðlæknarnir hafi líklega skilið þörfina fyrir meðhöndlun“. Þeir segja að þetta bendi einnig til að læknisfræðileg kunnátta forfeðra okkar hafi verið miklu meiri en talið hefur verið fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju