fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Fundu sannanir fyrir aflimun fyrir 31.000 árum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á beinum og vef benda til að fyrir 31.000 árum hafi einstaklingur, á Borneo, lifað það af að fótur var tekinn af honum. Þetta eru elstu sannanirnar, sem fundist hafa, um vel heppnaða aflimun.

Fornleifafræðingar frá áströlskum háskólum og indónesískum stofnunum fundu beinagrind ungs manns frá Borneo. Vinstri fótleggur hans hafði verið tekinn af honum fyrir 31.000 árum, þegar hann var barn. Þetta er 24.000 árum fyrr en elsta þekkta dæmið til þessa.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Með ýmsum aldursgreiningaraðferðum var staðfest að ungi maðurinn var grafinn fyrir 31.000 árum. Þetta er því elsta þekkta gröfin sem fundist hefur í Suðaustur-asíu.

Vísindamennirnir segja að rannsóknir á beinagrindinni sýni að neðsti hluti vinstri fótleggsins hafi verið fjarlægður með skurðaðgerð. Það hvernig beinvefurinn hafi breyst með tímanum passi við velheppnaða aflimun sem sýking hafi ekki komist í og því hafi sjúklingurinn lifað aðgerðina af.

Þeir segja að flest bendi til að „skurðlæknirinn eða skurðlæknarnir hafi líklega skilið þörfina fyrir meðhöndlun“. Þeir segja að þetta bendi einnig til að læknisfræðileg kunnátta forfeðra okkar hafi verið miklu meiri en talið hefur verið fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn