fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Þeir sem hrjóta eru líklegri til að fá krabbamein

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 15:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hrjóta eru hugsanlega í aukinni hættu á að fá krabbamein. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að þetta sé ekki vegna þess að þeir sem hrjóta eru líklegri til að vera feitir, reykja eða glíma við einhver heilbrigðisvandamál.

Daily Mail segir að sænskir vísindamenn telji að þetta tengist þeim súrefnisskorti sem þeir sem hrjóta verða fyrir að næturlagi.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl kæfisvefns og minni heilastarfsemi og blóðtappa. Milljónir manna um allan heim þjást af kæfisvefni en hann hefur í för með sér að öndunin raskast. Yfirleitt kemur þetta fram sem hrotur.

Þær eru pirrandi og fara oft illa í maka viðkomandi. En það er ekki alltaf kæfisvefn sem veldur þeim.

Vísindamennirnir kynntu rannsókn sína á læknaráðstefnu í Barcelona. Þeir fylgdust með tæplega 4.200 sjúklingum sem þjáðust af kæfisvefni. Helmingur þeirra greindist með krabbamein á síðustu fimm árum.

Dr Andreas Palm, hjá Uppsalaháskóla, stýrði rannsókninni sem beindist að því að mæla hversu alvarlegur kæfisvefninn var hjá þátttakendunum. Það var gert með tveimur prófum. Annað mældi fjölda öndunartruflana þegar fólkið svaf en í hinu var fylgst með hversu oft súrefnismagnið í blóði þátttakendanna lækkaði um 3% í minnst 10 sekúndur á hverri klukkustund.

Rannsóknin leiddi í ljós að krabbameinssjúklingar urðu almennt fyrir meiri svefntruflunum.

Palm benti á að nú þegar sé vitað að sjúklingar með kæfisvefn séu í aukinni hættu á að fá krabbamein en ekki sé vitað hvort það tengist svefntruflununum eða áhættuþáttum á borð við offitu, hjarta- og æðakerfinu eða lífsstílsþáttum. Hann sagði að niðurstöður nýju rannsóknarinnar bendi til að súrefnisskortur í svefni tengist krabbameini.

En rannsóknin ein og sér sannar þetta ekki og frekari og ítarlegri rannsókna er þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar