fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir til þess að köngulær dreymi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 17:00

Köngulóin Kim er nú bara vinaleg að sjá og tengist þessu máli ekki neitt sérstaklega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn frá Háskólanum í Konstanz bendir til þess að köngulær dreymi. Daniela Rössler beitti myndavélum sem nema innrautt ljós á sofandi köngulær og sá að köngulærnar kipptust til sem hún trúir að bendi til þess að köngulær upplifi svokallaðan REM-svefn, einnig kallaður draumsvefn. Wall Street Journal greindi frá.

„Þegar ég sá þessi kækjóttu andlit trúði ég því varla því þetta leit alveg eins út og þegar ketti eða hunda dreymir,“ sagði Rössler sem vann að rannsókninni sem birtist í gær í Proceeding of the National Academy of Sciences. Slíkt atferli hefur sést í hryggdýrum en aldrei í áttfætlum. Paul Shaw, prófessor í taugavísindum við læknisfræðideild Washington-háskóla sagði að niðurstöðurnar „bæti við fjölda og tegundir dýra sem upplifa þetta mannlega fyrirbæri“ og að þær „kollvelti hugmyndum okkar um hvenær draumsvefn þróaðist.“ Rétt eins og mannfólk virðast köngulærnar fara í draumsvefn í lotum á um 20 mínútna fresti.

„Ég held að þær sé að dreyma. En að sanna það með vísindalegri aðferð er önnur saga,“ sagði Rössler. Hún tók fram hve erfitt það er að mæla heilavirkni köngulóa vegna þess hve smár heili þeirra er. En framtíðarrannsóknir munu bera saman augnhreyfingar köngulóa í draumsvefninum meinta og á vökutíma. Ef sama heilavirknimunstur er mælt þegar könguló nær í flugu og mælt í draumsvefninum má ganga út frá því að köngulóna dreymi um það, sagði Rössler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn