fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn bendir til þess að köngulær dreymi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 17:00

Köngulóin Kim er nú bara vinaleg að sjá og tengist þessu máli ekki neitt sérstaklega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn frá Háskólanum í Konstanz bendir til þess að köngulær dreymi. Daniela Rössler beitti myndavélum sem nema innrautt ljós á sofandi köngulær og sá að köngulærnar kipptust til sem hún trúir að bendi til þess að köngulær upplifi svokallaðan REM-svefn, einnig kallaður draumsvefn. Wall Street Journal greindi frá.

„Þegar ég sá þessi kækjóttu andlit trúði ég því varla því þetta leit alveg eins út og þegar ketti eða hunda dreymir,“ sagði Rössler sem vann að rannsókninni sem birtist í gær í Proceeding of the National Academy of Sciences. Slíkt atferli hefur sést í hryggdýrum en aldrei í áttfætlum. Paul Shaw, prófessor í taugavísindum við læknisfræðideild Washington-háskóla sagði að niðurstöðurnar „bæti við fjölda og tegundir dýra sem upplifa þetta mannlega fyrirbæri“ og að þær „kollvelti hugmyndum okkar um hvenær draumsvefn þróaðist.“ Rétt eins og mannfólk virðast köngulærnar fara í draumsvefn í lotum á um 20 mínútna fresti.

„Ég held að þær sé að dreyma. En að sanna það með vísindalegri aðferð er önnur saga,“ sagði Rössler. Hún tók fram hve erfitt það er að mæla heilavirkni köngulóa vegna þess hve smár heili þeirra er. En framtíðarrannsóknir munu bera saman augnhreyfingar köngulóa í draumsvefninum meinta og á vökutíma. Ef sama heilavirknimunstur er mælt þegar könguló nær í flugu og mælt í draumsvefninum má ganga út frá því að köngulóna dreymi um það, sagði Rössler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“