fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að hóta Anthony Fauci

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 21:00

Anthony Fauci. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Thomas Patrick Connally Jr., 56 ára, dæmdur í 37 mánaða fangelsi af alríkisdómstól í Maryland. Hann var handtekinn í Vestur-Virginíu á síðasta ári og ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við Anthony Fauci, aðalsérfræðing bandarískra stjórnvalda í smitsjúkdómum.

Hann var því ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við embættismann alríkisstjórnarinnar.

Connally játaði að hafa sent fjölda tölvupósta með hótunum um að drepa Fauci og/eða fjölskyldu hans. Póstana sendi hann í gegnum dulkóðaðan netþjón í Sviss.

Í póstunum sagðist Connally meðal annars vonast til að Fauci myndi vera skotinn í „djöfullega höfuðkúpu“ sína og að hann og öll fjölskylda hans „yrðu dregin út á götu, barin til dauða og kveikt í þeim“.

Connally sendi einnig álíka tölvupósta til fleiri háttsettra embættismanna í heilbrigðiskerfinu. Hann játaði að hafa sent þessa pósta vegna vinnu embættismannanna í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn