fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 19:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nanchong í Kína er nú að rannsaka mál kínverska áhrifavaldsins Tizi sem birti nýlega myndband af sér þar sem hún sést steikja og borða hvíthákarl.

„Þetta lítur kannski út fyrir að vera grimmdarlegt en kjötið er í raun mjög meyrt,“ segir Tizi á upptökunni þar sem hún sést rífa stóra bita af kjöti dýrsins.

Myndbandinu hefur nú verið eytt að sögn The Guardian sem segir að í því sjáist Tizi taka umbúðir utan af hákarlinum, sem var tveggja metra langur, og leggjast við hliðina á honum til að sýna stærð hans. Dýrið var síðan skorið í tvennt, lagt í kryddlög og grillað. Hausinn var notaður til að elda súpu.

Hvíthákarlar eru tegund í viðkvæmri stöðu samkvæmt skráningu the International Union for Conservation of Nature. Næsta stig fyrir neðan er fyrir þau dýr sem eru í útrýmingarhættu.

Hvíthákarlar eru friðaðir samkvæmt kínverskum lögum og liggur 5 til 10 ára fangelsi við því að vera með hvíthákarl í sinni vörslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol