fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Trúðu varla eigin augum – Grænlandshákarl birtist við Belís

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 07:30

Grænlandshákarl sem veiddist á línu. Mynd: Devanshi Kasana/FIU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimkynni Grænlandshákarls eru við Grænland og Ísland. Það er því ekki að furða að vísindamönnum hafi brugðið þegar þeir fundu einn slíkan við kóralrif við strönd Belís í Karíbahafinu.

CNN segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem grænlandshákarl sást vesturhluta Karíbahafsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Florida International University (FIU).

Devanshi Kasana, doktorsnemi við FIU, vann með belískum sjómönnum við að merkja tígrisháfa þegar hún sá einn hákarl, sem hafði lent í línu þeirra, sem líktist ekki tígrisháfi.

Hún sendi ljósmynd af hákarlinum til leiðbeinanda síns sem staðfesti að hér væri um grænlandshákarl að ræða eða afkvæmi grænlandshákarls og hákarlategundar sem hefst við í Kyrrahafi.

Í tilkynningunni frá FIU er haft eftir Omar Faux, einum belísku sjómannanna, að hann hafi aldrei látið sér detta í huga að hann myndi fá grænlandshákarl á línuna.

Grænlandshákarlar eru langlífustu hryggdýrin hér á jörðinni en þeir geta lifað í að minnsta kosti 400 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda