fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Ætlaði að kaupa sér hús – Ein villa og húsin urðu 84

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 13:30

Hún eignaðist 84 hús í hverfinu. Mynd:Toll Brothers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega keypti kona ein, sem býr í Nevada í Bandaríkjunum, draumahúsið sitt í Sparks sem er norðan við Reno. Fyrir það greiddi hún um 594.000 dollara. En þegar verið var að fylla viðeigandi skjöl út þá áttu mistök sér stað sem urðu til þess að hún keypti 84 hús og tvær lóðir í heildina fyrir 50 milljónir dollara.

Mirror segir að mistökin hafi átt sér stað þegar „afrita og límt“ möguleikinn var notaður.

Samkvæmt skjölunum þá keypti konan hús 1 til 84 og lóðir A og B. Mörg húsanna höfðu áður verið seld.

Sérfræðingar reikna með að auðvelt verði að leiðrétta þessi mistök en vara samt sem áður við að „einhver kunni að reyna að gera hlutina erfiða“.

Mistökin uppgötvuðust þegar kaupsamningur var sendur til þinglýsingar í Washoe County þann 25. júlí. Cori Burke, sem vinnur við þinglýsingar hjá Washoe County, sagði að svo virðist sem mistökin hafi átt sér stað hjá Westminster Title fyrirtækinu í Las Vegas. Þar hafi starfsmaður „afritað og límt“ texta úr öðru skjali frá sömu fasteignasölu í skjöl konunnar.

Burke sagði að þar sem augljóst hafi verið að um mistök var að ræða hafi strax verið haft samband við Westminster Title til að fyrirtækið gæti leiðrétt mistökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks