fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Ætlaði að kaupa sér hús – Ein villa og húsin urðu 84

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 13:30

Hún eignaðist 84 hús í hverfinu. Mynd:Toll Brothers

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega keypti kona ein, sem býr í Nevada í Bandaríkjunum, draumahúsið sitt í Sparks sem er norðan við Reno. Fyrir það greiddi hún um 594.000 dollara. En þegar verið var að fylla viðeigandi skjöl út þá áttu mistök sér stað sem urðu til þess að hún keypti 84 hús og tvær lóðir í heildina fyrir 50 milljónir dollara.

Mirror segir að mistökin hafi átt sér stað þegar „afrita og límt“ möguleikinn var notaður.

Samkvæmt skjölunum þá keypti konan hús 1 til 84 og lóðir A og B. Mörg húsanna höfðu áður verið seld.

Sérfræðingar reikna með að auðvelt verði að leiðrétta þessi mistök en vara samt sem áður við að „einhver kunni að reyna að gera hlutina erfiða“.

Mistökin uppgötvuðust þegar kaupsamningur var sendur til þinglýsingar í Washoe County þann 25. júlí. Cori Burke, sem vinnur við þinglýsingar hjá Washoe County, sagði að svo virðist sem mistökin hafi átt sér stað hjá Westminster Title fyrirtækinu í Las Vegas. Þar hafi starfsmaður „afritað og límt“ texta úr öðru skjali frá sömu fasteignasölu í skjöl konunnar.

Burke sagði að þar sem augljóst hafi verið að um mistök var að ræða hafi strax verið haft samband við Westminster Title til að fyrirtækið gæti leiðrétt mistökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing