fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 09:00

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði fundið 38 flóttamenn nærri hólma í ánni Evros sem rennur á milli Tyrklands og Grikklands. Talið er að flóttamennirnir séu frá Sýrlandi. Börn eru þeirra á meðal. Talið er að fólkið hafi verið fast á hólmanum dögum saman.

Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að eitt látið barn hafi verið á meðal flóttamannanna. Lögreglan hefur ekki staðfest það. Í tilkynningu frá henni kemur fram að níu börn og sjö konur hafi verið á meðal flóttamannanna.

Fólkið fannst í fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem fyrstu upplýsingar sögðu að það væri. Það svæði var að sögn lögreglunnar utan „grísks yfirráðasvæðis“.

Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála, sagði að flóttamennirnir hefðu fundist á báti fjóra kílómetra sunnan við fyrrnefndan hólma sem er á tyrknesku yfirráðasvæði. Hann sagði að fólkið virðist vera við góða heilsu en barnshafandi kona hafi þó verið flutt á sjúkrahús.

Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að fólkið hafi verið fast á hólmanum dögum saman og hafi hvorki Grikkland né Tyrkland viljað taka ábyrgð á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi