fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 09:00

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska lögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði fundið 38 flóttamenn nærri hólma í ánni Evros sem rennur á milli Tyrklands og Grikklands. Talið er að flóttamennirnir séu frá Sýrlandi. Börn eru þeirra á meðal. Talið er að fólkið hafi verið fast á hólmanum dögum saman.

Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að eitt látið barn hafi verið á meðal flóttamannanna. Lögreglan hefur ekki staðfest það. Í tilkynningu frá henni kemur fram að níu börn og sjö konur hafi verið á meðal flóttamannanna.

Fólkið fannst í fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem fyrstu upplýsingar sögðu að það væri. Það svæði var að sögn lögreglunnar utan „grísks yfirráðasvæðis“.

Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála, sagði að flóttamennirnir hefðu fundist á báti fjóra kílómetra sunnan við fyrrnefndan hólma sem er á tyrknesku yfirráðasvæði. Hann sagði að fólkið virðist vera við góða heilsu en barnshafandi kona hafi þó verið flutt á sjúkrahús.

Grískir fjölmiðlar og góðgerðasamtök segja að fólkið hafi verið fast á hólmanum dögum saman og hafi hvorki Grikkland né Tyrkland viljað taka ábyrgð á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði