fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 20:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar reykja meira og drekka meira en konur en það er ekki ástæðan fyrir að þeir eiga frekar á hættu að fá krabbamein. Ástæðan er eðlislægur líffræðilegur munur á kynjunum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til 300.000 miðaldra og eldri Bandaríkjamanna, karla og kvenna. Daily Mail segir að niðurstaðan hafi verið að karlar séu tvisvar sinnum líklegri til að fá krabbamein en konur. Það átti einnig við þegar búið var að taka tillit til lífsstílsþátta.

„Þetta bendir til að það sé eðlislægur líffræðilegur munur á kynjunum og að það hafi áhrif á næmni þeirra fyrir krabbameini,“ sagði Dr Sarah Jackson, farsóttafræðingur við the National Cancer Institute.

Daily Mail segir að vísindamenn telji að munur á genum, hormónum og ónæmiskerfinu leiki ákveðið hlutverk í þessum muni á milli kynjanna.

Vísindamennirnir rannsökuðu tíðni 21 tegundar krabbameins í 171.274 körlum og 122.826 konum. Fólkið var á aldrinum 50 til 71 árs og náði rannsóknin yfir tímabilið 1995 til 2011.

Skjaldkirtils- og gallblöðrukrabbamein var algengara meðal kvenna en allar aðrar tegundir krabbameins voru algengari hjá körlum. Kynbundið krabbamein, til dæmis leghálskrabbamein og blöðruhálskrabbamein, var ekki tekið með í rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu CANCER.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca