fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Lést af völdum fjúkandi sólhlífar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandarferð varð að martröð fyrir konu í Suður-Karólínufylki þegar sólhlíf fauk á hana og rak hana á hol með banvænum afleiðingum. WMBF greindi frá því að hin 63 ára Tammy Perreault varð fyrir fljúgandi sólhlíf um eitt leytið í dag. Sólhlífin hafði losnað úr sandinum í vindinum. „Hún fauk bara lengra og lengra,“ sagði vinkona Tammy, hún Sherry White.

„Allir sögðu: „Beygið ykkur!“ og við gerðum það en því miður var hún í skotlínunni.“ Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir strandfarar hlúðu að Tammy þangað til að viðbragðsaðilar komu á vettvang til að flytja hana á sjúkrahús. Hún lést á spítalanum klukkutíma síðar. Slík atvik eru ekki óalgeng við strendur Bandaríkjanna, samkvæmt grein í Journal of Safety Research.

Atvik af þessum toga hafa vakið mikla athygli og þá sérstaklega eftir andlát 55 ára gamallar konu í Virginíufylki árið 2016. Strandgæsla Bandaríkjanna gaf út sérstaka viðvörun um að „fljúgandi strandsólhlífar geta verið hættulegar, jafnvel banvænvar.“ Stofnunin tekur fram að á árunum 2010 til 2018 hafi verið 2800 slys af völdum strandsólhlífa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu