fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Ætlaði að tilkynna þjófnað á afsali – Fékk þá ótrúlegar fréttir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 06:40

Low Choo Choon til hægri. Mynd:Wong Bor Yang/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Low Choo Choon, sem býr í Malasíu, og eiginkona hans höfðu ákveðið að láta jarðsetja sig hlið við hlið og höfðu tryggt sér grafstæði. Síðar gaf Low ættingja sínum grafstæðið því sá hafði ekki efni á að kaupa sér hinsta hvílustaðinn.

Þegar hann fór að leita að afsalinu fyrir grafstæðinu fann hann það hvergi. Hann fór því á lögreglustöð til að tilkynna stuld á því. Þegar hann ræddi við lögreglumenn fékk hann fréttir sem voru honum mikið áfall. Hann var nefnilega skráður sem „látinn“ í tölvukerfi lögreglunnar og öðrum opinberum skrám.

Low, sem er 71 árs og starfar hjá útfararþjónustu, fékk þau ráð að kvarta til skráningarráðuneytis landsins.

Harian Metro segir að enn sé ekki búið að lagfæra þessa skráningu og því hafi Low leitað til fjölmiðla í þeirri von að embættismenn taki nú við sér og lagfæri hana.

Hann hefur nú verið „látinn“ í átta mánuði og því fylgja margvísleg vandamál þegar kemur að samskiptum við hið opinbera.

Hann fékk ekki að kjósa í kosningum í mars. Það sem veldur honum mestum áhyggjum núna er að ökuréttindi hans renna úr gildi í september og það kemur sér mjög illa fyrir hann því hann sér oft um að aka líkbíl útfararþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn