fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Pressan

Grunaði eiginkonuna um græsku eftir að hann fann skrýtið bragð af límonaðinu

Pressan
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kaliforníu hefur handtekið konu og er talið líklegt að hún verði ákærð fyrir tilraun til morðs. Málið má rekja til þess að fyrr á árinu byrjaði eiginmaður konunnar að taka eftir furðulegu bragði af límonaðinu sínu.

Meintur þolandi, Jack Chan, hefur verið giftur eiginkonu sinni Yue „Emily“ Yu í 10 ár. Í skjölum málsins segir að Chan hafi fyrr ár árinu farið að taka eftir skrýtnu efnabragði í límonaðinu sínu og í kjölfarið hafi læknir greint hann með tvö magasár, magabolsbólgu og bólgur í vélinda. Chan hafi þá byrjað að gruna að kona hans væri að reyna að ráða honum bana og kom upp myndavélum til að standa hana að verki.

Á upptökum sem hann hefur afhent lögreglu sést hvar Yu tekur upp stíflueyðinn Drano og hellir út í límonaðið.

Þann 4. ágúst kom svo lögreglan að heimili þeirra Yu og Chan þar sem Yo var yfirheyrð og lögregla kembdi heimilið til að leita sönnunargagna. Yu var í kjölfarið handtekin vegna gruns um að hún hafi eitrað fyrir manni sínum og hneppt í varðhald.

Að sögn lögreglu er Chan með mikinn innvortis skaða en er þó búist við að hann nái sér að fullu. Lögmaður Chen sagði í samtali við Good Morning America: „Þetta er gífurlega náin leið til að myrða einhvern“. Hann bætti við að Yu hafi þekkt venjur manns hennar og nýtt sér þær til að fá hann til að innbyrða eitrið. „Þetta er útpæld, náin og hrottaleg leið til að myrða einhvern.“

Eðlilega er Chen nú búinn að fara fram á skilnað og eins fulla forsjá yfir börnum þeirra tveimur. Hann sakar eiginkonu sína um að hafa öskrað á börnin, móðgað þau, beitt þau andlegu ofbeldi, slegið þau og hrint.

Lögmaður Yu segir í samtali við ABC að húðlæknirinn þverneiti þeim sökum sem á hana hafa verið bornar.

„Við höfum miklar áhyggjur af því að þessar fölsku ásakanir séu notaðar gegn henni því eiginmaður hennar vill ná yfirhöndinni í skilnaðarferlinu.“ 

Yu hefur verið úrskurðuð í nálgunarbann gagnvart eiginmanni sínum og börnum á grundvelli heimilisofbeldis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 1 viku

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin