fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Lögreglan breytir haldlögðum Ferrari í lögreglubíl

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 13:30

Hann er nú óneitanlega glæsilegur. Mynd:Tékkneska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkneska lögreglan hefur breytt Ferrari bíl, sem hald var lagt á hjá glæpamönnum, í lögreglubíl. Hann verður notaður til að eiga við verstu ökumennina á tékkneskum hraðbrautum og þá sem stunda ólöglegan kappakstur í gegnum mörg lönd.

Sky News skýrir frá þessu og segir að bíllinn geti náð rúmlega 320 km/klst og hafi áður verið í eigu glæpamanna. Nú verði hann notaður til að eltast við afbrotamenn.

Um Ferrari 458 Italia er að ræða. Bíllinn er með 4,5 lítra V8 vél.

Þetta er hin mesta glæsikerra. Mynd:Tékkneska lögreglan

 

 

 

 

 

Hann verður notaður til að eiga við erfiðustu ökumennina á tékkneskum hraðbrautum og til að glíma við þá sem stunda ólöglegan kappakstur í gegnum mörg lönd. Fyrir heimsfaraldurinn voru um 30 slíkir á ári. Í slíkum kappökstrum eru notaði bílar svipaðir og Ferrari en fram að þessu hefur tékkneska lögreglan ekki haft roð við þeim á hraðbrautunum en nú eru breyttir tímar.

Bíllinn er ekki sá eini sem hald var lagt á í Tékklandi á síðasta ári en tæplega 900 bílar voru þá teknir í vörslu lögreglunnar og meirihluti þeirra var síðan seldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?