fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Gerir út af við mýtu um tölvuleikjaspilun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 20:00

Skjáskot úr tölvuleiknum Call of Duty: Modern Warfare 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplifir þú oft að kærastan/kærastinn þinn eða foreldrar þínir skammist yfir því að þú eyðir of miklum tíma í að spila tölvuleiki? Ef svo er þá skaltu benda þeim á að lesa þessa grein.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna nefnilega að litlar sannanir eru fyrir því að tölvuleikjaspilun geti verið skaðleg.  39.000 tölvuleikjaspilarar tóku þátt í rannsókninni og niðurstaða hennar er að ekki sé hægt að sanna að það að spila tölvuleiki geti skaðað velferð fólks. BBC skýrir frá þessu.

En rannsóknin leiddi einnig í ljós að það eykur ekki gleði fólks að spila tölvuleiki. „Rannsóknin okkar sýnir að óháð hversu langan tíma maður notar almennt í að spila tölvuleiki þá hefur það í raun ekki nein áhrif á vellíðan,“ sagði Andrew Przybylski, vísindamaður við Oxfordháskóla, sem vann að rannsókninni.

Ef fólk eyðir meira en tíu klukkustund á dag í tölvuleikjaspilun getur það haft áhrif á vellíðan. Przybylski sagði að það tengist frekar ástæðunum fyrir að fólk spilar svo lengi í einu.

Vísindamennirnir höfðu aðgang að gögnum frá SonyMicrosoft og Nintendo. Þeir fengu sendar upplýsingar um 39.000 tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaspilun þeirra í sex vikur. Spilararnir spiluðu eftirfarandi leiki: Animal Crossing‘, ‘New Horizons‘, ‘Apex Legends‘, ‘Eve Online‘, ‘Forza Horizon 4′, ‘Gran Turismo Sport’ og ‘The Crew 2′.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands