fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Brá sér frá til að reykja og skoða Facebook – Sjö mínútum síðar var dóttir hans dáin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 06:02

Leah Jayde. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. apríl síðastliðinn var Leah Jayde, 2 ára, í baði. Faðir hennar Daniel James Gallagher ákvað þá að bregða sér aðeins frá til að fá sér að reykja og kíkja á Facebook. Þegar hann yfirgaf baðherbergið var vatn enn að renna í baðkarið. Þegar hann sneri aftur sjö mínútum síðar var Leah dáin, hafði drukknað.

Mirror skýrir frá þessu og segir að Daniel hafi nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða Leah.

Daniel og Leah. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fram kemur að þegar hann kom aftur inn í baðherbergið hafi Leah legið með höfuðið niður í vatnið. Hann reyndi strax að endurlífga hana og hringdi eftir aðstoð. Sjúkrabíll kom skömmu síðar að heimili hans í Queensland í Ástralíu. En því miður reyndist ekki unnt að bjarga lífi Leah.

Í réttarhöldunum kom fram að þetta var ekki í fyrsta sinn sem Daniel skildi Leah eftir eina í baði. Nokkrum dögum áður hafði hann skilið hana eftir eina í 10 til 12 mínútur á meðan hann var að laga rafmagnið í húsinu. Í það skiptið var það móðir Leah sem kom að henni einni í baðkarinu. Hún og Daniel skildu fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik