fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Ný og óvenjuleg langtímaáhrif COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 06:07

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir glíma við langvarandi COVID-19 og líða vikur eða mánuðir þar til fólk jafnar sig að fullu en sumir virðast því miður ekki jafna sig að fullu. Misjafnt er hvernig þessi langvarandi einkenni eru en margir glíma til dæmis við þreytu.  Í nýrri breskri rannsókn fundust nokkur ný langtímaeinkenni COVID-19 og er óhætt að segja að sum þeirra séu frekar óvenjuleg.

Sky News segir að vísindamenn við University of Birmingham hafi gert rannsóknina sem byggist á sjúkraskýrslum 2,4 milljóna Breta. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Tíðni langvarandi COVID-19 er hæst meðal kvenna, fólks á aldrinum 35 til 69 ára, fólks sem býr við kröpp kjör, fólks sem vinnur við félagslega þjónustu, kennslu, í heilbrigðiskerfinu og hjá þeim sem glíma við vanheilsu eða fötlun.

Þreyta er algengasta einkennið en 55% sögðust glíma við þreytu, 32% glímdu við mæði, 23% við hósta og 23% við beinverki.

Í rannsókninni kom einnig fram að meðal annarra einkenna eru: minnisleysi, hreyfistol, erfiðleikar við að hafa stjórn á hægðum, ofskynjanir, bólgur í útlimum, hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf.

Þetta er í fyrsta sinn sem hármissir og erfiðleikar við að stunda kynlíf komast á lista yfir langtímaeinkenni COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram