fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fær bætur úr bílatryggingunni eftir að hafa smitast af kynsjúkdómi í bílnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 22:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu einni frá Missouri í Bandaríkjunum hafa verið úrskurðaðar 5,2 milljónir dollara í bætur úr bílatryggingu sinni eftir að hún smitaðist af HPV-veirunni þegar hún hafði kynmök í bíl sínum.

Konan krafði tryggingafélag sitt, Geico, um bætur vegna þess og benti á að þar sem hún hefði smitast af kynsjúkdómnum í bíl sínum næði ábyrgðartryggingin yfir það. Það þarf ekki að koma á óvart að tryggingafélagið hafnaði þessum rökum og kröfu konunnar. Fox News skýrir frá þessu.

Hún bauð tryggingafélaginu þá að gera sátt og sagðist sætta sig við að fá sem svarar til um 150 milljóna íslenskra króna í bætur. Þessu hafnaði tryggingafélagið einnig.

Málinu var vísað til gerðardóms í Jackson County Circuit Court sem tók undir kröfu konunnar og gerði tryggingafélaginu að greiða henni 5,2 milljónir dollara í bætur en það svarar til um 670 milljóna íslenskra króna.

Áfrýjunardómstóll í Missouri vísaði áfrýjun Geico frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá