fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Myndband af ótrúlegri hetjudáð: Bjargaði barni sem hékk út um glugga á áttundu hæð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hann klifraði út um glugga á áttundu hæð til að bjarga lífi barns. Það náðist myndband af ótrúlegri hetjudáð hans og fékk hann viðurkenningu frá yfirvöldum.

Atvikið átti sér stað í höfuðborg Kasakstan, Nur-Sultan, síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt News.au hringdu nágrannar í neyðarlínuna en fengu þau svör að hjálp myndi ekki berast nógu snemma til að bjarga lífi stúlkunnar, sem er aðeins þriggja ára gömul.

Shontakbaev Sabit, nágranni stúlkunnar, tók málin í eigin hendur og klifraði út um gluggann.

Sabit var heiðraður fyrir hetjudáð sína.

Yfirvöld í borginni gáfu út yfirlýsingu vegna málsins. „Þann 11. maí fengum við tilkynningu um að barn væri hangandi út um glugga á áttundu hæð. Björgunaraðilar lögðu strax af stað á vettvang, samtals átta starfsmenn og tvær bifreiðar […] Enginn var með stúlkunni, sem er fædd 2019. Sem betur var var hetjan okkar, Shontakbaev Sabit, fæddur 1985, á staðnum og hikaði ekki þegar hann hætti eigin lífi til að bókstaflega grípa stúlkuna og bjarga lífi hennar á örfáum sekúndum.“

Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli, horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum