fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Kirstie Alley er látin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 04:22

Kirstie Alley er látin, 71 árs að aldri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin 71 árs að aldri. Hún lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

TMZ skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá börnum hennar á Twitteraðgangi Alley komi fram að nánustu ættingjar hennar hafi verið við hlið hennar þegar hún lést.

Alley sló í gegn í grínþáttunum um Staupastein, Cheers, sem hófu göngu sína í lok níunda áratugarins og héldu henni áfram fram á þann tíunda. Hún fékk bæði Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Howe í þáttunum.

Síðar lék hún í Veronica‘s Closet og var tilnefnd til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn.

Hún lék einnig í gamanþáttaröðinni Kirstie sem var tekin til sýninga 2013 en hún sló ekki í gegn og var framleiðslunni hætt eftir eina þáttaröð.

Alley lék einnig í kvikmyndum á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Í gær

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki