fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Kirstie Alley er látin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 04:22

Kirstie Alley er látin, 71 árs að aldri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin 71 árs að aldri. Hún lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

TMZ skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá börnum hennar á Twitteraðgangi Alley komi fram að nánustu ættingjar hennar hafi verið við hlið hennar þegar hún lést.

Alley sló í gegn í grínþáttunum um Staupastein, Cheers, sem hófu göngu sína í lok níunda áratugarins og héldu henni áfram fram á þann tíunda. Hún fékk bæði Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Howe í þáttunum.

Síðar lék hún í Veronica‘s Closet og var tilnefnd til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn.

Hún lék einnig í gamanþáttaröðinni Kirstie sem var tekin til sýninga 2013 en hún sló ekki í gegn og var framleiðslunni hætt eftir eina þáttaröð.

Alley lék einnig í kvikmyndum á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri