fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Dyrabjöllunni var hringt – Öll héldu þau að þau væru að fá það sem þau pöntuðu en þetta var dauðinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 22:00

Kaylen Rainey að störfum. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einum og sama deginum í mars 2021 létust þrír einstaklingar í New York eftir að hafa fengið heimsókn frá sama manninum.

Hin látnu hétu Ross Mtangi, fertugur verðbréfamiðlari hjá Credit Suisse Group AG, Julia Ghahramani, 26 ára lögfræðingur, og Amanda Scher, 36 ára starfsmaður félagsþjónustunnar.

Saksóknarar segja að öll hafi þau pantað kókaín hjá Billy Ortega sem skipulagði sölu fíkniefna á heimili sínu og sendi til kaupenda.

Julia Ghahramani. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var Kaylen Rainey sem sá um að færa kaupendunum fíkniefnin að sögn saksóknara. Þeir segja að það styðji þessa fullyrðingu þeirra að Rainey búi í íbúð sem er skráð í eigu fjölskyldu Ortega.

Amanda Scher. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem Mtangi, Ghahramani og Scher vissu ekki var að búið var að blanda fentalýni saman við kókaínið. Það var það sem varð þeim að bana. Seljendur blanda fentalýni saman við kókaín til að auka virkni þess og gera það meira ávanabindandi. Örlítið magn af fentalýni getur orðið óvönum notanda að bana.

Ross Mtangi. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

Mál Ortega og Rainey eru nú fyrir dómi í New York en þeir eru ákærðir fyrir að hafa orðið fólkinu að bana og sölu fíkniefna.  Þeir neita báðir sök. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar því 2016 voru þeir handteknir fyrir rán.

Saksóknarar byggja ákærurnar meðal annars á gögnum um símanotkun hinna látnu og hinna ákærðu. Hin látnu sendu pantanir í símanúmer þeirra og skömmu síðar var Rainey kominn til þeirra með fíkniefni.  Á myndbandsupptökum sést hann koma til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi