fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Kirstie Alley er látin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 04:22

Kirstie Alley er látin, 71 árs að aldri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin 71 árs að aldri. Hún lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

TMZ skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá börnum hennar á Twitteraðgangi Alley komi fram að nánustu ættingjar hennar hafi verið við hlið hennar þegar hún lést.

Alley sló í gegn í grínþáttunum um Staupastein, Cheers, sem hófu göngu sína í lok níunda áratugarins og héldu henni áfram fram á þann tíunda. Hún fékk bæði Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Howe í þáttunum.

Síðar lék hún í Veronica‘s Closet og var tilnefnd til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn.

Hún lék einnig í gamanþáttaröðinni Kirstie sem var tekin til sýninga 2013 en hún sló ekki í gegn og var framleiðslunni hætt eftir eina þáttaröð.

Alley lék einnig í kvikmyndum á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli