fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Fundu nýja kórónuveiru – Gæti borist í fólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 05:26

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið fimm veirur sem eru líklegar til að geta borist í fólk eða búfénað. Þeirra á meðal er ein sem er náskyld Sars-Cov-2 (sem veldur Covid-19) og Sars.

Ástralskir og kínverskir vísindamenn tóku sýni úr 149 leðurblökum í Yunnan-héraðinu, sem er á landamærum Laos og Mjanmar, og fundu veirurnar sem þeir telja líklegar til að geti borist í fólk eða búfénað. The Telegraph skýrir frá þessu. Meðal þeirra var kórónuveira sem er náskyld Sars-Cov-2 og Sars.

„Þetta þýðir að Sars-Cov-2 líkar veirur er enn að finna í kínverskum leðurblökum og valda hættu,“ er haft eftir Eddie Holmes, prófessor og þróunarlíffræðingi við Sydney háskóla og meðhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd. Samkvæmt því sem kemur fram í henni voru leðurblökur reglulega smitaðar af mörgum veirum samtímis. Þetta er mjög athyglisvert og mikilvægt því þetta sýnir að veirur geta hugsanlega skipst á erfðalyklum en það getur orðið til þess að nýjar veirur verða til.

Stuar Neil, prófessor og yfirmaður smitsjúkdómadeildar King‘s College London, sagði að rannsóknin veiti mikilvæga innsýn í þróun og vistfræði kórónuveira og að hætta sé á að þær berist í fólk.

Fyrri greiningar hafa sýnt að allt að 400.000 manns smitist árlega af veirum, sem leðurblökur bera, í suðurhluta Kína og suðaustur Asíu.

Ein af veirunum fimm, sem eru flokkaðar sem „veirur sem þarf að hafa áhyggjur af“, gengur undir heitinu BtSY2. Hún er með einkenni Sars, sem er veira sem varð 774 að bana og smitaði 8.000 í faraldri 2003, og Sars-Cov-2 sem veldur Covid-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir